Innlent

Safnað fyrir fjölskyldu Nóna Sæs

Nóni Sær Ásgeirsson er átta ára drengur sem lamaðist fyrir neðan mitti í alvarlegu bílsslysi þar sem fimm ára systir hans, Svandís Þula, lét lífið. Nóni Sær hefur átt erfitt eftir slysið, meðal annars hefur hann hafnað næringu. Bergvin Oddsson, blindur maður úr Vestmanneyjum, hefur nú hafið söfnun fyrir fjölskyldu Nóna, til að létta af þeim fjárhagsáhyggjum í þeim hörmungum sem þau hafa orðið að þola.

Ísland í bítið heimsótti Nóna á Barnaspítala Hringsins og hafði með sér eina af uppáhaldspersónum hans honum til upplyftingar.

Bergvin Oddsson hefur nú hafið söfnun fyrir Nóna en hann hefur verið blindur frá fimmtán ára aldri og þekkir því slíkt áfall af eigin raun. Bergvin verður með uppistand á Hverfisbarnum næstkomandi fimmtudagskvöld og rennur allur ágóði til fjölskyldunnar.

Einnig hefur Bergvin fengið Atlantsolíu til liðs við verkefnið og verður hann með sölu á klósettpappír við Atlantsolíu upp á Höfða á fimmtudaginn frá kl. 4-7.

Þá hefur einnig verið stofnaður reikningur til stuðnings fjölskyldunni. Númerið er 120-05-75519 og kennitala 060875-5029.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×