Innlent

Tveir dæmdir og tveir sýknaðir af morðinu á Jóni Þór

Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir.

Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir.

Jón Þór Ólafsson var verkfræðingur og starfaði í El Salvador á vegum fyrirtækisins ENEX að gerð jarðvarmaorkuvers. Hin salavdorska Brenda Salinas féll einnig fyrir byssukúlum morðingjanna.

Fjórir menn voru handteknir vegna morðanna og réttarhöld yfir þeim hófust í lok apríl. Tveir voru sýknaðir en tveir dæmdir til fangelsisvistar. Hvor um sig hlaut þrjátíu og fimm ára fangelsisdóm fyrir hvort morðið - samanlagt sjötíu ára fangelsi hvor.

Morðin var framið í febrúar í fyrra. Lögreglan í El Salvador rannsakaði málið og veitti Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra á Ísland aðstoð.

Ekki hefur komið fram hver ástæða morðanna var en morð eru tíð í El Salvador - eitt hundrað sinnum algengari þar en á Íslandi samkvæmt nýlegum tölum um glæpatíðni í landinu. Árið 2005 voru fimmtíu og fimm komma fimm a hverjum hundrað þúsund íbúm El Salvador myrtir. Morð þar tengjast oft baráttu glæpagengja eða þá ránum.

Bróðir Jóns Þórs gagnrýndi ræðismann Íslanda í El Salvador, Bíatrís Sarkó Sveinsson, í fjölmiðlum meðan á rannsókn málsins stóð. Erfitt heðfi verið fyrir ættingja Jóns Þórs að fá upplýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var ræðismaðurinn var settur af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×