Lífið

Mike Tyson í Bollywood mynd

Tyson hefur hingað til verið þekktur fyrir að berja andstæðinga sína og bíta eyru en Bollywood dansa.
Tyson hefur hingað til verið þekktur fyrir að berja andstæðinga sína og bíta eyru en Bollywood dansa.

Mike Tyson langar að leika í Bollywood mynd.

Boxarinn geðgóði lék á dögunum í tónlistarmyndbandi sem er ætlað sem kynningarmyndband fyrir ,,Fool n Final", nýrri Bollywood mynd um demantarán.

Í viðtali við Times of India sagði boxarinn að Firoz Nadiawala, framleiðandi ,,Fool n Final" hefði boðið sér hlutverk í mynd.

Myndbandið kemur út síðar í mánuðinum, en í því leikur Tyson sjálfan sig dansandi við Bollywood tónlist. Í viðtalinu sagðist hann hafa hrifist af andrúmsloftinu á tökustað.

Tyson, sem hefur leikið sjálfan sig í fjölda bíómynda, segir hnefaleik og leiklist svipaða. ,, Í báðum greinum þarf maður einbeitningu, sjálfsaga og ákveðni til þess að lifa af og sigra.

Dómari í Phoenix gaf Tyson leyfi til að ferðast til Las Vegas til að leika í myndbandinu, en hann bíður ákæru fyrir að hafa undir höndum lyf og keyra undir áhrifum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.