Fótboltabullan biður Dani afsökunar 5. júní 2007 09:45 Ljóst þykir að margir vilja vinna honum mein, manninum sem ruddist inn á völlinn í leik Svía og Danmerkur um helgina. Hann hefur flúið í sumarhús á afskekktum stað í Danmörku. MYND/AFP Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira