Fótboltabullan biður Dani afsökunar 5. júní 2007 09:45 Ljóst þykir að margir vilja vinna honum mein, manninum sem ruddist inn á völlinn í leik Svía og Danmerkur um helgina. Hann hefur flúið í sumarhús á afskekktum stað í Danmörku. MYND/AFP Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira