Deilt um milljóna samning 5. júní 2007 10:00 365 miðlar saka Egil Helgason um að standa ekki við samninga sína við fyrirtækið og hóta lögbanni á fyrirhuguð störf hans hjá Ríkisútvarpinu. “Við vorum að gera tugmilljóna króna samning við Egil svo þetta er engin smá samningur,” segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem hefur farið þess á leit við sjónvarpsmanninn Egil Helgason að hann efni ráðningasamning sem hann telur að þeir hafi gert. Málið hefur vakið mikla athygli síðustu daga en á föstudaginn tilkynnti Egill, sem stýrt hefur Silfri Egils á Stöð 2 undanfarin ár, að hann hefði ákveðið að færa sig um sig set yfir á RÚV. Það telur Ari vera brot á samningi þeirra og hefur fyrirtækið leitað réttar síns vegna málsins. Allir aðilar standa fast á sínu og svo virðist sem að málið verði leitt til lykta í gegnum lögfræðinga, eða jafnvel dómstóla. „Ef við myndum snúa þessum samskiptum við, það er að ég hefði ráðið hann til starfa og svo dregið það til baka, hefði ég aldrei komist upp með það. Hvernig myndi það samfélag líta út þar sem engin stendur við sín orð?“ spyr Ari og vísar í tölvupóstsamskipti hans og Egils sem fram koma í bréfi sem lögfræðingur 365 hefur sent þeim síðarnefnda. Ari segir að ef Egill hefði viljað losna undan samningi sínum við 365 miðla hefði hann átt að koma hreint fram. „Það sem mér sárnar mest er að Egill neitaði því þann 22. maí að vera að semja við RÚV og sagði að allt stæði eins og stafur á bók í okkar samskiptum,“ útskýrir Ari. Afstaða Egils er óbreytt en hann á þá ósk heitasta að farsæl lausn fáist í málið og allir geti verið vinir á endanum. Egill er hins vegar við öllu búinn og hefur ráðið sér lögfræðing. “Við munum funda á morgun [í dag] en ég veit hins vegar ekkert hvernig framhaldið verður. Ég hef aldrei áður þurft að leita til lögfræðinga á minni ævi,” segir Egill. Páll Magnússon útvarpsstjóri telur viðbrögð 365 við brotthvarfi Egils afar sérkennileg en ítrekar að það sé ekki Ríkisútvarpsins að velta því fyrir sér hvað fór á milli Egils og forstjóra 365 í aðdraganda málsins. Páll skilur ekki þegar fólk er þvingað til vinnu með fógetavaldi. “Mér finnst afskaplega sérkennilegt þegar fólk vill hætta í vinnu sinni, að vinnuveitandi skuli hanga á því fólki eins og hundur á roði. En menn þurfa auðvitað að fljúga eins og þeir eru fiðraðir,” segir Páll. Aðspurður um hvort Ríkisútvarpið muni styðja við bakið á Agli í þeirri deilu sem upp er komin sagði Páll að stofnunin styðji alltaf sitt starfsfólk. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
“Við vorum að gera tugmilljóna króna samning við Egil svo þetta er engin smá samningur,” segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem hefur farið þess á leit við sjónvarpsmanninn Egil Helgason að hann efni ráðningasamning sem hann telur að þeir hafi gert. Málið hefur vakið mikla athygli síðustu daga en á föstudaginn tilkynnti Egill, sem stýrt hefur Silfri Egils á Stöð 2 undanfarin ár, að hann hefði ákveðið að færa sig um sig set yfir á RÚV. Það telur Ari vera brot á samningi þeirra og hefur fyrirtækið leitað réttar síns vegna málsins. Allir aðilar standa fast á sínu og svo virðist sem að málið verði leitt til lykta í gegnum lögfræðinga, eða jafnvel dómstóla. „Ef við myndum snúa þessum samskiptum við, það er að ég hefði ráðið hann til starfa og svo dregið það til baka, hefði ég aldrei komist upp með það. Hvernig myndi það samfélag líta út þar sem engin stendur við sín orð?“ spyr Ari og vísar í tölvupóstsamskipti hans og Egils sem fram koma í bréfi sem lögfræðingur 365 hefur sent þeim síðarnefnda. Ari segir að ef Egill hefði viljað losna undan samningi sínum við 365 miðla hefði hann átt að koma hreint fram. „Það sem mér sárnar mest er að Egill neitaði því þann 22. maí að vera að semja við RÚV og sagði að allt stæði eins og stafur á bók í okkar samskiptum,“ útskýrir Ari. Afstaða Egils er óbreytt en hann á þá ósk heitasta að farsæl lausn fáist í málið og allir geti verið vinir á endanum. Egill er hins vegar við öllu búinn og hefur ráðið sér lögfræðing. “Við munum funda á morgun [í dag] en ég veit hins vegar ekkert hvernig framhaldið verður. Ég hef aldrei áður þurft að leita til lögfræðinga á minni ævi,” segir Egill. Páll Magnússon útvarpsstjóri telur viðbrögð 365 við brotthvarfi Egils afar sérkennileg en ítrekar að það sé ekki Ríkisútvarpsins að velta því fyrir sér hvað fór á milli Egils og forstjóra 365 í aðdraganda málsins. Páll skilur ekki þegar fólk er þvingað til vinnu með fógetavaldi. “Mér finnst afskaplega sérkennilegt þegar fólk vill hætta í vinnu sinni, að vinnuveitandi skuli hanga á því fólki eins og hundur á roði. En menn þurfa auðvitað að fljúga eins og þeir eru fiðraðir,” segir Páll. Aðspurður um hvort Ríkisútvarpið muni styðja við bakið á Agli í þeirri deilu sem upp er komin sagði Páll að stofnunin styðji alltaf sitt starfsfólk.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira