Innlent

Formaður Þórs í meiðyrðamál við Kristján Þór

Meiðyrðamál vofir yfir Kristjáni Þór Júlíussyni, oddvita sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Formaður íþróttafélagsins Þórs hyggst lögsækja hann vegna ummæla um fjárkúgun.

Í héraðsfréttablaðinu Vikudegi var 11. janúar síðastliðinn haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, forseta bæjarstjórnar á Akureyri og fráfarandi bæjarstjóra, að framkvæmdastjóri Þórs beitti fjárkúgunum. Orð hans hafa vakið hörð viðbrögð og hörð mótmæli framkvæmdastjórnar Þórs. Formaður Þórs, Sigfús Helgason, er kominn með lögfræðing í málið.

Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en formaður Þórs segir aðalmálið að orðin verði dæmd dauð og ómerk. Hann muni væntanlega einnig fara fram á miskakröfu sem nemi biðlaunum bæjarstjórans fyrrverandi, rúmlega sex milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×