Innlent

Málþóf í Rúv-umræðu

MYND/Gunnar V. Andrésson

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í meirihluta á mælendaskrá í þriðju umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið og tala margir lengi. Þannig talaði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í rúma þrjá tíma fyrr í kvöld og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, talaði samtals í um það bil tvo og hálfan tíma.

Umræðan hófst klukkan hálftvö í dag. Þingmenn fengu klukkutíma kvöldmatarhlé frá sjö til átta. Þá tók Kolbrún Halldórsdóttir upp þráðinn frá því fyrir hlé.

 

Af níu þingmönnum á mælendaskrá eru tveir þingmenn Framsóknarflokksins en aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hægt er að fylgjast með umræðum á Alþingi í beinni útsendingu á vefsíðu Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×