Eftirlit með fjárveitingum eflt 15. janúar 2007 19:29 Félagsmálaráðherra segir innra eftirlit með fjárveitingum verða eflt í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byrgið. Úttektin nær einungis til áranna 2005 og 2006, en opinberar fjárveitingar til Byrgisins hófust hins vegar árið 1999 og hljóða upp á tæpar 200 milljónir króna. Ætla má að einnig kannað verði hvað varð um þá fjármuni. Síðdegis boðaði félagsmálaráðherra blaðamenn á sinn fund um greinargerð ríkisendurskoðunar sem sýnir að tugmilljóna króna fjárframlög til Byrgisins úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, hafi hreinlega horfið. Aðspurður hver bæri ábyrgðina hjá hinu opinbera í málinu sagði ráðherra að Byrgið hefði þegið styrkveitingar úr ríkissjóði í gegnum félagsmálaráðuneytið. Eftirlitið væri á ábyrgð ýmissa aðila, meðal annars ráðuneytisins. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvort einhver verði kallaður til ábyrgðar vegna málsins, en það hafi orðið til þess að fjallað hafi verið um innra eftirlit hjá ráðuneytinu og starfsmenn þess meðal annars fundað með ríkisendurskoðanda. Ekki hefði tíðkast að fara ofan í saumana á hverri styrkveitingu hjá ráðuneytinu en nú verði eftirlitið eflt. Fram kom á fundi félagsmálaráðherra að ráðuneytið hefði rætt við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Samhjálp um úrræði fyrir þann hóp sem hefur leitað til Byrgisins. Þá sé landlæknisembættiðreiðubúið að hafa milligöngu um að útvega lækna til að sinna almennum læknisstörfum sem umræddur hópur kann að þarfnast. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir innra eftirlit með fjárveitingum verða eflt í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byrgið. Úttektin nær einungis til áranna 2005 og 2006, en opinberar fjárveitingar til Byrgisins hófust hins vegar árið 1999 og hljóða upp á tæpar 200 milljónir króna. Ætla má að einnig kannað verði hvað varð um þá fjármuni. Síðdegis boðaði félagsmálaráðherra blaðamenn á sinn fund um greinargerð ríkisendurskoðunar sem sýnir að tugmilljóna króna fjárframlög til Byrgisins úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, hafi hreinlega horfið. Aðspurður hver bæri ábyrgðina hjá hinu opinbera í málinu sagði ráðherra að Byrgið hefði þegið styrkveitingar úr ríkissjóði í gegnum félagsmálaráðuneytið. Eftirlitið væri á ábyrgð ýmissa aðila, meðal annars ráðuneytisins. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvort einhver verði kallaður til ábyrgðar vegna málsins, en það hafi orðið til þess að fjallað hafi verið um innra eftirlit hjá ráðuneytinu og starfsmenn þess meðal annars fundað með ríkisendurskoðanda. Ekki hefði tíðkast að fara ofan í saumana á hverri styrkveitingu hjá ráðuneytinu en nú verði eftirlitið eflt. Fram kom á fundi félagsmálaráðherra að ráðuneytið hefði rætt við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Samhjálp um úrræði fyrir þann hóp sem hefur leitað til Byrgisins. Þá sé landlæknisembættiðreiðubúið að hafa milligöngu um að útvega lækna til að sinna almennum læknisstörfum sem umræddur hópur kann að þarfnast.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira