Kútter Sigurfari verður sjófær á ný 15. janúar 2007 11:45 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 60 milljónum króna á næstu 5 árum til endurgerðar og varðveislu kútters Sigurfara, sem staðið hefur við Byggðasafn Akraness undanfarin ríflega 30 ár, með það fyrir augum að gera skipið sjófært á ný. Fram kemur í tilkynningu frá Akranesbæ að viðgerð á skipinu sé nú orðin afar brýn en það er eitt helsta tákn Akraness þar sem hann stendur á áberandi stað á Safnasvæðinu á Akranesi. Haldi margir því fram að Sigurfari sé hin eina og sanna þjóðarskúta okkar Íslendinga. Undirbúningsvinna vegna fyrirhugaðra endurbóta er þegar hafin og verður verkið boðið út á hinu evrópska efnahagssvæði eins fljótt og mögulegt er. Ekki liggur því fyrir hvort skipið verður sent til útlanda til viðgerðar eða hvort viðgerðin fer fram hér á landi. Samhliða endurbótunum er unnið að útfærslu hugmynda um hvernig skipið verður nýtt að endurgerð lokinni. Með því að gera bátinn aftur sjófæran skapist fjölmörg tækifæri, ekki síst í ferðaþjónustu en einnig megi nýta skipið við kennslu. Samningur um verkefnið verður undirritaður milli menntamálaráðuneytisins, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi um borð í skipinu á morgun. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 60 milljónum króna á næstu 5 árum til endurgerðar og varðveislu kútters Sigurfara, sem staðið hefur við Byggðasafn Akraness undanfarin ríflega 30 ár, með það fyrir augum að gera skipið sjófært á ný. Fram kemur í tilkynningu frá Akranesbæ að viðgerð á skipinu sé nú orðin afar brýn en það er eitt helsta tákn Akraness þar sem hann stendur á áberandi stað á Safnasvæðinu á Akranesi. Haldi margir því fram að Sigurfari sé hin eina og sanna þjóðarskúta okkar Íslendinga. Undirbúningsvinna vegna fyrirhugaðra endurbóta er þegar hafin og verður verkið boðið út á hinu evrópska efnahagssvæði eins fljótt og mögulegt er. Ekki liggur því fyrir hvort skipið verður sent til útlanda til viðgerðar eða hvort viðgerðin fer fram hér á landi. Samhliða endurbótunum er unnið að útfærslu hugmynda um hvernig skipið verður nýtt að endurgerð lokinni. Með því að gera bátinn aftur sjófæran skapist fjölmörg tækifæri, ekki síst í ferðaþjónustu en einnig megi nýta skipið við kennslu. Samningur um verkefnið verður undirritaður milli menntamálaráðuneytisins, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi um borð í skipinu á morgun.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði