Innlent

Jóhann Helgason bæjarlistamaður Seltjarnarness

Á meðal laga Jóhanns eru Söknuður, Ástin og lífið og Karen.
Á meðal laga Jóhanns eru Söknuður, Ástin og lífið og Karen. MYND/Páll

Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur verið valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007. Í fréttatilkynningu sem bærinn sendi frá sér segir að Jóhann sé einn fremsti lagahöfundur og flytjandi landsins. Gefin hafa verið út vel yfir þrjú hundruð lög hans og textar. Á meðal laga Jóhanns eru Söknuður, Ástin og lífið og Karen.

Þegar tilkynnt var um val Jóhanns um helgina frumflutti hann nýtt lag sem ber heitið Seltjarnarnesið en textinn við lagið er eftir Kristján Hreinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×