Lífið

Tíu þúsund ára fjárfesting

Sigrídur Elva Vilhjálmsdóttir skrifar


Fasteignakaup eru langtímafjárfesting. En á fáum stöðum jafn mikil og á Lo'ihi eldfjallinu á Havaí.

Þarlend fasteignasala, Lo'ihi Development Co. ætlar á næstunni að hefja sölu á lóðum á Lo'ihi. Lóðirnar sem eru allar með glæsilegu sjávarútsýni eru á kynningartilboði og kosta um 2500 krónur.

Áætluð afhending er þó ekki fyrr en eftir 10 þúsund ár hið minnsta en lóðirnar eru sem stendur um kílómetra undir sjávarmáli.

Eigendur fyrirtækisins, Norm Nichols og Linda Kramer, segja þetta að mestu til gamans gert. Þau sjá fyrir sér samfélag eigenda á netinu þar sem væri rætt um allt frá götunöfnum til ríkisstjórnar eyjunnar. Þá vilja þau halda eigendafund 1. apríl ár hvert á báti yfir eldfjallinu.

Vísindamenn vita ekki hvort, og þá hvenær, eldfjallið rís úr Kyrrahafinu. Margir þeirra reikna með því að það séu um tíuþúsund ár þangað til, þó það gæti verið mun lengra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.