Innlent

HR og JPV semja um útgáfu fræðirita

Undir samninginn skrifuðu dr. Svafa Grönfeldt, rektor HR, og Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV útgáfu.
Undir samninginn skrifuðu dr. Svafa Grönfeldt, rektor HR, og Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV útgáfu.

Háskólinn í Reykjavík og JPV útgáfa hafa samið um samstarf um útgáfu fræðirita starfsmanna Háskólans í Reykjavík. Með samningnum á að marka farveg fyrir starfsmenn háskólans þannig að þeir geti komið verkum sínum til úgáfu hjá öflugu bókaforlagi, eins og segir í tilkynningu frá skólanum.

Ritað var undir samstarfssamninginn í dag og þá voru jafnframt kynntar þær þrjár bækur sem þegar hefur verið ákveðið að gefa út. Þetta eru bækurnar Almannatrygginar og félagsleg aðstoð eftir tvo prófessora við lagadeild HR, Guðmund Sigurðsson og Ragnhildi Helgadóttur, og bækurnar Áhætta, óvissa og ákvarðanir og Stjórnun á tímum hraða og breytinga eftir Þórð Víking Friðgeirsson, aðjúnkt við viðskiptadeild og tækni- og verkfræðideild HR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×