Innlent

Kona flutt á slysadeild eftir bruna á Nesinu

Björn Gíslason skrifar

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í morgun. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá feiti sem var á pönnu á eldavél og náði hann að læsa sig í eldhúsinnréttinguna.

Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en reykræsta þurfti íbúðina. Miklar skemmdir urðu á henni vegna reyks að sögn slökkviliðs.

Konan var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en að sögn vakthafandi læknis er líðan hennar stöðug og góð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×