Innlent

Stytta opnunartíma skemmtistaða til að draga úr ofbeldi

MYND/365

Opnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur og dyravarsla aukin samkvæmt nýju samkomulagi bæjaryfirvalda, lögreglunnar og eigenda skemmtistaða þar í bæ. Markmiðið er að draga úr ofbeldi og fíkniefnaneyslu á skemmtstöðum í bæjarfélaginu. Einstaklingar sem ítrekað eru til vandræða verður framvegis meinuð aðganga að veitingastöðum.

Samkvæmt samkomulaginu sem undirritað verður í dag verður opnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ færður fram til klukka 4.30 að nóttu. Eftir það verður gestum ekki hleypt inn á veitingastaði og verða yfirgefa þá fyrir klukkan 5.

Veitingamenn skuldbinda sig samkvæmt samkomulaginu til að tryggja að á hverjum stað séu að minnsta kosti einn til tveir dyraverðir sem hafi hlotið námskeið hjá lögreglunni. Ennfremur hafa veitingamenn samþykkt að á hverjum stað séu dyraverðir af báðum kynjum til að gera allt eftirlit virkara. Dyraverðir munu framvegis bera gul einkennisvesti og vera í beinu talstöðvarsambandi við lögregluna. Á móti mun lögreglan stefna að því að vera mætt á staðinn innan 3 mínútna frá útkalli.

Þá munu einstaklingar sem ítrekað valda ónæði eða gerast brotlegir á skemmtistöðum missa aðgang að öðrum skemmtistöðum í bæjarfélaginu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×