Innlent

Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst. MYND/bifröst

Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar.

Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að samkvæmt samkomulaginu hafi skólinn endurkauparétt á 5 ára fresti á fasteignunum. Þá segir einnig í tilkynningunni að samningurinn muni styrkja fjárhagsstöðu skólans.

Samkvæmt samkomulaginu verður ráðist í endurbætur og viðhald á elstu húsum háskólans fyrir á annað hundruð milljónir króna.

Yfir 700 manns búa í háskólaþorpinu á Bifröst en yfir þúsund manns stunda þar nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×