Innlent

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir nýr landsbókavörður

Menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá 1. apríl 2007 næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Ingibjörg sé bæði með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og bókasafns- og upplýsingafræði og hafi að undanförnu starfað sem sviðsstjóri á varðveislusviði Landsbókasafnsins.

Hún hefur einnig veitt bókasöfnum menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og fleiri ráðuneyta forstöðu. Þá var hún árin 1999 - 2005 skjalastjóri fjármálaráðuneytis og staðgengill skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu sama ráðuneytis frá árinu 2004 - 2005. Menntamálaráðuneyti bárust alls sex umsóknir um embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×