Innlent

Framsóknarmenn velja frambjóðendur í NA-kjördæmi

MYND/Pjetur

Framsóknarmenn velja sér fulltrúa á framboðslista sinn til þings í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður í Mývatnssveit á laugardaginn kemur. Alls hafa 410 fulltrúar rétt til setu í á þinginu og munu þeir velja tíu efstu menn á lista flokksins í kjördæminu. Þá er einnig reiknað með að endanlegur listi flokksins verði samþykktur á þinginu.

Framsóknarmenn hafa nú fjóra þingmenn í kjördæminu en tveir þeirra gefa ekki kost á sér aftur, þau Jón Kristjánsson og Dagný Jónsdóttir. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra býður sig ein fram til forystu á listanum og þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson í annað sætið en auk hans hafa þau Huld Aðalbjarnardóttir á Kópaskeri, Jón Björn Hákonarson í Neskaupstað, Logi Óttarsson í Eyjafjarðarsveit og Víðir Benediktsson á Akureyri sóst eftir öðru sætinu. Tuttugu og tveir hafa alls gefið kost á sér í sæti á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×