Innlent

Neikvæður hagvöxtur á Vestfjörðum

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/Pjetur Sigurðsson

Hagvöxtur á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra var neikvæður um 6% á tímabilinu 1998-2004, á tímabili sem hann var jákvæður alls staðar annars staðar á landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Sveiflum í fiskveiðum- og vinnslu er um að kenna, veiðarnar drógust saman um fjórðung árið 1999. Árið 2001 réttu veiðarnar úr kútnum en drógust saman aftur á næstu tveimur árum.

Á tímabilinu 1998-2004 var hagvöxtur á höfuðborgarsvæðinu 39% en á landsbyggðinni var hagvöxtur á bilinu 11-22%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×