Innlent

Sérsveit yfirbugaði vopnaðan mann á Dalvík

Myndin er frá æfingu víkingasveitar og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er frá æfingu víkingasveitar og tengist fréttinni ekki beint. MYND/Haraldur Jónasson

Sérsveitarmenn náðu að yfirbuga vopnaðan mann sem hafði í hótunum á Dalvík í kvöld. Hættuástandi hefur verið aflétt. Íbúar í nálægum húsum voru varaðir við að fara úr húsi meðan lögreglan reyndi að ná sambandi við manninn.

Íbúi á Dalvík sem fréttastofa ræddi við sagði líkast stríðsástandi í hverfinu, þar sem lögreglubílar, sjúkrabílar og vopnaðir sérsveitarmenn biðu átekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×