Linnulausar maraþonræður um RÚV-frumvarpið 16. janúar 2007 18:27 Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira