Innlent

Dýrbítur á ferð í Borgarfirði

Labrador-hundur beit í dag tvö lömb til bana við bæ í Lundareykjadal í Borgarfirði. Eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var hundurinn á ferð við bæinn Þverfell ásamt hópi fólks sem var með hross í svokölluðum sleppitúr.

Hljóp hann fyrirvaralaust út á tún þar sem féð á bænum var og drap lömbin. Haft er bóndanum á Þverfelli að þegar ábúendur hafi komið á vettvang hafi verið búið að ná hundinum en skaðinn hafi verið skeður. Hundurinn hafi hryggbrotið annað lambið með því að bíta það í bakið en hitt hafi hann bitið í bóginn og inn í hjarta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×