Innlent

Vilja framlengja farbann yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra VSP

MYND/Róbert

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hyggst fara fram á framlengingu á farbanni yfir Viggó Viggóssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfastofu Sparisjóðanna.

Viggó var sagt fyrirvaralaust upp störfum þegar upp komst að hann hafði gefið út ábyrgðaryfirlýsingu upp á rúmlega 13 milljarða króna innistæðu á bankareikningi sem hvergi var að finna.

Saksóknari efnahagsbrota segir rannsókn málsins ganga vel en meðal annars sé verið að kanna hvort erlendir aðilar tengist málinu. Efnahagsbrotadeildin mun fara fram á að farbannið, sem ella hefði runnið út á morgun, verði framlengt um einn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×