Innlent

Skemmdir unnar á bílum á Selfossi

Nokkuð hefur verið um að skemmdir séu unnar á bílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust lögreglunni fjórar tilkynningar þar sem búið var að rispa lakk á bílum. Þá var umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum stolið um helgina.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var lakk rispað á fjórum bifreiðum í síðustu viku. Bifreiðirnar áttu það sameiginlegt að vera lagt við Sigtún og Sunnuveg á Selfossi. Um miðnætti síðastliðins sunnudags sást til hóps ungmenna á bak við verslun Samkaupa um svipað leyti og lakk á nýlegri Volvo bifreið rispað. Lögreglan biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480-1010.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi að um helgina hafi umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum verið stolið þar sem þau voru í notkun á Breiðumörk í Hveragerði. Lögreglan skorar á þá sem eiga hlut í máli að skila merkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×