Sonur leikkonunnar Hunter Tylo lést í dag. Tylo er landsmönnum að góðu kunnug fyrir leik sinn í sápuóperunni The Bold and the Beautiful en þar fer hún með hlutverk Dr. Taylor Marone.
Sonur Tylo, Michael, er talinn hafa drukknað á heimili fjölskyldu sinnar í Nevada. Hann var 19 ára. Blaðafulltrúi leikkonunnar staðfesti lát sonarins síðdegis í dag.