Lífið

Mest aðsókn var á The Simpsons the Movie

Aðsóknarmesta mynd hérlendis er The Simpsons Movie en ekki Astrópía eins og haldið hefur verið fram í fréttum. 55.937 manns sáu Simpsons. Raunar er Astrópía í fimmta sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins og óumdeilanlega sú íslenska mynd sem mesta aðsókn hefur fengið en 44.021 manns hafa séð myndina.

Samkvæmt upplýsingum frá SMÁÍS eru næstu myndir á eftir Simpson á listanum yfir aðsókn, Pirates. Shrek og Harry Potter en yfir 50.000 manns sáu þessar myndir. Astrópía er hinsvegar tekjuhæsta mynd ársins þar sem miði á hana er nokkru dýrari en á erlendu myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.