Lífið

Maður ákærður fyrir að áreita Umu Thurman

Thurman með kærastanum Arpad Busson
Thurman með kærastanum Arpad Busson MYND/Getty

Jack Jordan, fyrrum vistmaður á geðdeild, hefur verið ákærður fyrir að skrifa bréf til leikkonunnar Umu Thurman þar sem hann hótar því að fyrirfara sér ef hún láti sjá sig með nýjum manni.

Jordan var handtekinn fyrir utan heimili Thurman fimmta október síðastliðinn og gert að sök að hafa setið um leikkonuna síðastliðin tvö ár og einnig sakaður um alvarlega áreitni. Jordan var í kjölfarið stungið inn og verðu nálgunarbanni komið á ef hann losnar gegn tryggingu.

Árið 2005 reyndi Jordan þessi að komast inn í hjólhýsi leikkonunnar á Manhattan þar sem hún var við tökur. Hann sagðist vera vinur hennar en öryggisvörður náði að stöðva för hans. Daginn eftir lét fjölskylda Jordans loka hann inni á geðdeild.

Í ágúst og september 2006 fór hann að senda leikkonunni og fjölskyldu hennar tölvupóst og í ágúst á þessu ári var hann fyrir utan heimili Thurman þrisvar til fjórum sinnum í viku og óskaði eftir því að fá að tala við hana.

Thurman hefur eins og kunnugt er leikið í myndunum Pulp Fiction, The Producers og Kill Bill






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.