Lífið

Uppselt á Iceland Airwaves

Þetta er fjórða árið í röð sem uppselt er á hátíðina
Þetta er fjórða árið í röð sem uppselt er á hátíðina MYND/365

Um hádegisbilið í dag varð uppselt á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2007. Þetta er fjórða árið í röð sem selst upp á hátíðina en hún nýtur sívaxandi vinsælda á erlendum vettvangi.

Yfir 200 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni í ár en hún stendur yfir frá miðvikudeginum 17. október til sunnudagsins 21. október og fer fram á níu tónleikastöðum í Reykjavík. Ekki verður selt inn á einstaka viðburði ef frá er talin eftirfarandi tónleikadagskrá.

Tónleikadagskrá á Gauknum miðvikudagskvöldið 17. október

Tónleikadagskrá á NASA miðvikudagskvöldið 17. október

Tónleikadagskrá á Barnum alla helgina

Tónleikadagskrá á sunndeginum 21. október á Gauknum og Organ.

Aðeins verður selt inn á meðan húsrúm leyfir og þeir sem eru með armbönd hafa forgang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.