Lífið

Jude Law sleppur

Sáttur
Sáttur MYND/Getty

Fallið hefur verið frá ákæru í máli kvennabósans Jude Law en ljósmyndari kærði hann á dögunum til lögreglu. Hann sagði Law hafa ráðist á sig fyrir utan heimili leikarans í London og auk þess reynt að ná af sér myndavél. Í kjölfarið var Law færður á lögreglustöð en hann neitaði sök. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu.

Law segir í samtali við tímaritið People að lögreglan hafi farið vandlega yfir ásakanir ljósmyndarans og komist að þeirri niðurstöðu að aðhafast ekki frekar í málinu. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið uppreisn æru," segir Law. Lögfræðingur leikarans sagði í yfirlýsingu um málið í síðasta mánuði að Law hefði alltaf neitað sök og að hann hafi vísað ásökunum ljósmyndarans til föðurhúsanna.

Law hefur undanfarið verið að kynna nýjustu mynd sína Sleuth en er nú við tökur á framtíðarmyndinni Repossession Mambo í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.