Lífið

Britney fær aukinn umgengnisrétt

Britney á leið á fund dómarans í gær.
Britney á leið á fund dómarans í gær. MYND/Getty

Hæstaréttardómarinn Scott Gordon hefur fallist á að veita Britney Spears leyfi til að hafa syni sína hjá sér yfir nótt, einn dag í viku. Í byrjun mánaðarins veitti dómarinn Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni Spears, tímabundið fullt forræði yfir sonum þeirra og fékk Spears einungis að hitta þá á daginn undir eftirliti.

Mark Vincent Kaplan, lögfræðingur Federline, féllst í gær á næturheimsóknirnar en þær verða þó undir eftirliti. Spears óskaði eftir því að móðir hennar fengi að sinna því en Kaplan féllst ekki á það.

Ljósmyndarar fylgdust grannt með komu Spears í dómshúsiðMYND/AP

Anne Kiley, lögfræðingur Spears, sagði í málflutningi sínum að mikilvægt væri að drengirnir fengju að gista til að viðhalda tengslum við móður sína. Annar lögfræðingur hennar, Sorrell Trope, var mjög ánægður með þróun mála og sagðist hafa mikla trú á því að forræðið yrði með tímanum sameiginlegt á ný. Kaplan sagði Federline alltaf hafa viljað sameiginlegt forræði en að hann hafi þurft að taka til sinna ráða í ljósi hegðunar Spears.

Þegar lögfræðingar Spears óskuðu eftir auknum umgengnisrétti í gær vísaði Gordon beiðninni á bug en skipti síðan um skoðun þegar Spears mætti sjálf á staðinn. Hún mun hafa komið vel fyrir, verið auðmjúk og sýnt dómaranum virðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.