Innlent

Menningarhátíð Seltjarnarness kynnt

Vera Einarsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá Sólveigu Pálsdóttur formann Menningarnefndar Seltjarnarness og Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra Seltjarnarness kynna dagskrá menningarhátíðarinnar.
Á myndinni má sjá Sólveigu Pálsdóttur formann Menningarnefndar Seltjarnarness og Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra Seltjarnarness kynna dagskrá menningarhátíðarinnar.

Menningarhátíð Seltjarnarness stendur yfir dagana 8 - 10 júní. Hún ber yfirskriftina Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin verður fjölbreytt og má meðal annars nefna ljósmyndasýningu í bókasafni Seltjarnarness sem ber heitið Systir með sjóhatt. Á laugardeginum verður bæjarbúum boðið til morgunverðar á Eiðistorgi þar sem ýmsir listamenn koma fram.

Á sunnudeginum verður boðið upp á listmessu í Seltjarnarneskirkju þar sem presturinn fer í hlutverk með Leikfélagi Seltjarnarness og flytur gjörninginn Lífshlaupið. Hátíðinni lýkur í félagsheimili Seltjarnarness á sunnudagskvöldið með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar, Popplög í VG dúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×