Sport

Jones svipt ólympíuverðlaunum

Marion Jones með verðlaunapeningana fimm sem hún hlaut í Sydney.
Marion Jones með verðlaunapeningana fimm sem hún hlaut í Sydney. MYND/AP

Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti í dag að hún myndi svipta bandarísku frjálsíþróttakonuna Marion Jones fimm verðlaunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Jones viðurkenndi fyrir bandarískum dómstólum í haust að hún hefði neytt lyfja til að bæta árangur sinn og baðst hún afsökunar á því. Jones var fyrsta konan til að vinna til fimm verðlauna á einum Ólympíuleikum en hún hlaut gullverðlaun í 100, 200 og 4 sinnum 400 metra hlaupi og brons í langstökki og 4 sinnum 100 metra hlaupi.

Hún gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm vegna þess að hún laug til um lyfjamisnotkun sína í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×