Lífið

Persónulegir munir Mariu Callas á uppboð í dag

 

Ýmsir persónulegir munir óperusöngkonunnar Mariu Callas fara á uppboð hjá Southebys í Mílanó síðar í dag. Maria Callas var ein af þeim fáu persónum sem varð goðsögn í lifanda lífi.

Maria Callas er óumdeilanlega ein besta óperusöngkona á síðustu öld en hún lést fyrir 30 árum síðan. Hún var einkum þekkt fyrir skapofsaköst sín og stormasöm hjónabönd.

Á meðal munanna sem boðnir verða upp í Mílanó eru 63 ástarbréf sem Maria skrifaði fyrsta eiginmanni sínum Giovanni Battista. Að sögn kunnugra varpa bréfin ljósi á samband þeirra og eru mjög náin og persónleg. Bréfin eins og aðrir munir á uppboðinu koma úr dánarbúi Giovanni sem varð umboðsmaður dvíunnar eftir að þau giftu sig 1949. Áratug síðar skildi Maria við hann og tók saman við gríska auðjöfurinn Aristole Onassis.

Alls verða 330 munir boðnir upp úr dánarbúinu þar á meðal kjólar sem þekktustu tískuhönnuðir Ítalíu á sínum tíma saumuðu fyrir Callas, ljósmyndir af henni með frægu fólki eins og John F. Kennedy bandaríkjaforseta og dagbók Giovanni þar sem hann greinir frá tilfinningum sínum eftir að Callas og Onassis voru orðin elskuhugar. Munir úr eigu Callas hafa áður verið slegnir fyrir metfé á uppboðum ytra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.