Innlent

Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð

Yfirlitskort í þjóðlendumálum Norðausturlands
Yfirlitskort í þjóðlendumálum Norðausturlands

Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu.

Nefnd til undirbúnings stofnunar Landssamtaka landeigenda á Íslandi hefur boðað til stofnfundar samtakanna fimmtudaginn 25. janúar n.k.

Stofnun landssamtaka landeigenda á rætur að rekja til fjölmenns baráttufundar í Skjólbrekku í Mývatnssveit 30. nóvember 2006 gegn þjóðlendukröfum ríkisins á austanverðu Norðurlandi. Fundarmenn kröfðust þess að fjármálaráðherra afturkallaði þegar í stað kröfur ríkisvaldsins í þinglýstar eignir í Þingeyjarsýslu og skoruðu jafnframt á ráðherra og alþingismenn að endurskoða þjóðlendulögin með það að markmiði að virða eignarrétt, þinglýstar landamerkjalýsingar og kaupmála.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×