
Sport
Banaslys í París-Dakar

Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki.