Innlent

Halastjarnan McNaught sást vel í morgun

MYND/Egill Aðalsteinsson
Halastjarnan McNaught sást vel á austurhimninum í morgun enda heiðskír í höfuðborginni. McNaught, eða C/2006 P1, er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins og þegar hún fer næst sólu verður hún helmingi nær sólu en Merkúr, sem er sú pláneta sólkerfisins, sem næst er sólu.

Reiknað er með að halastjarnan sjáist fram til 14. janúar rétt fyrir sólarupprás á austurhimninum og rétt eftir sólsetur á vesturhimni ef himinn er heiðskír.

Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í morgun og tók þessar fallegu myndir af halastjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×