Lífið

Tvífari Parisar Hilton leysir hana af í samkvæmislífinu

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þær stöllur eru nokkuð líkar.
Þær stöllur eru nokkuð líkar.
Svissnesk stúlka, sem er sláandi lík Paris Hilton hefur boðist til að leysa hana af í samkvæmislífinu á meðan hún dvelur í fangelsi.

Seraina Hartmann, sem er átján ára segir að hún hafi verið beðin um eiginhandaráritanir frá því hún var fimmtán ára gömul, og viti því að hún sé sláandi lík Hilton. Hún hefur um nokkurt skeið stundað fyrirsætustörf og hefur þegar verið ráðin í fjölda verkefna og býst við að þeim fjölgi þegar Hilton fer í steininn.

,,Þegar hún var dæmd hafði umboðsmaður samband við mig og sagði að hann gæti útvegað mér næga vinnu á meðan hún er inni." ,,Ég virðist vera besta Paris Hilton eftirherman á markaðnum." sagði Hartmann.

Hartmann segist taka sér Paris til fyrirmyndar, þó hún geti að vísu ekki sungið, sé helst ekki til í ölvunarakstur og vilji ekki leika í klámmyndum.

Hún segist samt hafa mestar áhyggjur af enskukunnáttu sinni, en fer í aukatíma í henni til að vera orðin sleip þegar hótelerfinginn er lokaður inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.