Fótbolti

Benitez vill nýja kantmenn

David Silva sést hér vinstra megin á myndinni og Simao Sabrosa hægra megin á henni.
David Silva sést hér vinstra megin á myndinni og Simao Sabrosa hægra megin á henni. MYND/AFP

Rafael Benitez ætlar sér að fjárfesta í kantmönnum hið fyrsta og ef eitthvað má marka breska vefinn TeamTalk eru Portúgalinn Simao Sabrosa og Spánverjinn David Silva efstir á lista framkvæmdastjóra Liverpool. Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Craig Bellamy og Harry Kewell eru allir taldir líklegir til þess að fara.

Silva hefur spilað feykivel fyrir Valencia það sem af er spænska tímabilinu. Hann var áður á láni hjá Celta Vigo og reyndi þá Tottenham að fá hann en Valencia ákvað að taka hann til sín á ný eftir að Pablo Aimar var látinn fara frá félaginu.

Simao Sabrosa hefur lengi verið orðaður við Liverpool og Rick Parry, stjórnarformaður félagsins staðfesti það í morgun. Ef það gengur ekki eftir er veðjað á Florent Malouda, leikmann Lyon, sem líklegan arftaka. Parry sagði líka mögulegt að Djibril Cisse, framherji Liverpool sem var í láni í Frakklandi á síðustu leiktíð, færi til Benfica í skiptum fyrir Sabrosa.

Hægt er að lesa meira um David Silva og feril hans hér.

Hægt er að lesa meira um Simao Sabrosa og feril hans hér.

Hægt er að lesa meira um Florent Malouda og feril hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×