Innlent

Samið um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviði lista

MYND/GVA

Listaháskólinn og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviðum lista og listsköpunar.

Fram kemur í tilkynningu frá Listaháskólanum að með samningum eigi að leggja grunn að þróun rannsókna á sviðum lista innan Listaháskóla Íslands og tengja íslenskt listasamfélag hinu alþjóðlega fræðasamfélagi með aukinni virkni og þátttöku fræðimanna í fjölþjóðlegum listrannsóknarverkefnum á efri háskólastigum. Samningurinn er til eins árs og leggur ráðuneytið til tíu milljónir króna til að standa straum af þeim verkefnum sem samningurinn felur í sér.

Stefnt er að því að bjóða upp á listnám á meistarastigi sem verður rannsóknatengt en hingað til hefur starfsemi Listaháskólans fyrst og fremst falist í kennslu á fyrsta háskólastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×