Innlent

Þeir síðustu verða fyrstir

Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður veitti Lindaskóla í Kópavogi tveggja milljón króna styrk, nokkrum dögum áður en bæjarráð gekk að tillögu Þorsteins um að bæta við lóð við enda nýrrar götu í bænum.

Í Fréttablaðinu í dag kemur líka fram að Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri Lindaskóla, er jafnframt fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Kópavogs. Dregið var um það í nóvember hver skyldi fá vinsæla endalóð við Austurkór, nýja götu í bænum, og var Þorsteinn Vilhelmsson einn þeirra sem sóttust eftir lóðinni. Hann fékk hana hins vegar ekki í drættinum og lagði þá til við Gunnar Birgisson bæjarstjóra að nýrri lóð yrði bætt við enda götunnar, þannig að fyrri endalóð hætti að vera endalóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×