Innlent

Lag til minningar um Svandísi Þulu

Svandís Þula Ásgeirsdóttir.
Svandís Þula Ásgeirsdóttir.

Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á http://www.frostid.is/

Á plötunni eru fjögur lög, Þau eru Heyr himnasmiður með Helga Rafni, Svo langt að heiman með Margréti Eir, Af mestu náð með Páli Óskari og lagið Þula eftir Leone Tinganelli.

Leone samdi lagið til minningar um Svandísi Þulu, en hann er nágranni fjölskyldunnar og dætur hans þær Salka og Mist voru góðar vinkonur Svandísar Þulu.

Lagið er flutt af söngkonunni Guðrúnu Árnýju og Leone sjálfum. Íslenska textann í laginu samdi Kristján Hreinsson en það er sungið á íslensku og ítölsku.

Allir sem koma að gerð plötunnar gefa vinnu sína og rennur ágóðinn af sölunni óskiptur til Nóna Sævar og fjölskyldu hans.

Þau Leone og Guðrún Árný voru gestur Sirrýjar og Heimis í Íslandi í bítið í morgun og fluttu þar lagði Þula.

Leone og Guðrún Árný í Íslandi í bítið í morgun.

Þeir sem vilja styrkja Nóna Sæ og fjölskyldu með beinum fjárframlögum geta lagt inn á reikning: 120-05-75519, kennitala: 060875-5029



Fleiri fréttir

Sjá meira


×