Áramótahugleiðing 4. janúar 2007 06:00 Áramótin eru einn besti tími ársins. Þegar gamla árið er að klárast og það nýja tekur við. Maður byrjar einhvern veginn á nýrri byrjun við hver áramót. Á þessu ári ætla ég að vera betri manneskja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, vinna heimavinnuna mína betur og síðast en ekki síst fara í heilsuátak til að komast í kjólinn fyrir næstu áramót sem ég komst ekki í í ár. Það að vera umvafinn fólkinu sem maður elskar á slíkum tímamótum er ómetanlegt. Að rifja upp liðna árið og fá áminningar um að heilsuátaksheitið sem ég strengdi síðustu áramót hafi ekki farið sem skyldi. Maður rennir ósjálfrátt huganum að þeim sem eru ekki jafnheppnir. Þeim sem eiga engan að og hafa engan sérstakan samastað yfir hátíðirnar. Það eru fleiri en mann grunar. Margir einstaklingar hafa brennt allar brýr að baki sér með þeim fylgidjöflum sem elta þá sem eru langt leiddir í fíkniefnaneyslu. Bara núna annan í jólum heyrði ég af ungmennum sem höfðu brotist inn á jóladag í verslun hér í bæ. Það fylgdi nú ekki sögunni hvort þeir einstaklingar hafi verið í einhvers konar vímuefnanotkun en bara það að heyra af þessu var nóg til að leiða hugann að öllum þeim fjölda innbrota og líkamsárása sem maður hefur heyrt um og hafa verið tengd fíkniefnaneyslu. En að hugsa sér að fá fregnir af því að barnið manns hafi tekið þátt í innbroti og það á sjálfan jóladag. Það getur ekki verið góð lífsreynsla. Þessir einstaklingar hafa þó að öllum líkindum ekki setið inni nema eina nótt og reynslan hefur sýnt að margir hverjir fara jafnvel í annað innbrot kvöldið sem þeim er sleppt. Auðvitað kennir neyðin naktri konu að spinna, eins og einhvers staðar var sagt, og ég trúi ekki öðru en að einstaklingar sem gera svona lagað séu að gera það í tómri örvæntingu og örvinglun. Ef það að ræna verslun er fýsilegur kostur þá hlýtur hinn kosturinn að vera verri eða einfaldlega ekki til staðar. Við þurfum að hlú betur að ungmennum okkar. Við þurfum einhvern veginn að koma í veg fyrir það að þjófnaðir séu kostur til að byrja með og það hljótum við að gera með því að útrýma vímuefnaneyslu ungmenna. Ómögulegt, hugsar einhver. En þó ekki ógerlegt. Við megum ekki gleyma né vanmeta þá undirstöðuþætti sem við höfum. Það er enn ólöglegt að drekka áfengi ef þú ert yngri en 20 ára, það er enn ólöglegt að vera með áfengi á almannafæri og við höfum útivistarreglurnar. Þetta eru dæmi um lög og reglur sem eru til staðar en virðast gleymast en mega það einmitt ekki. Mörgum finnst þarna ekki verið að taka á það alvarlegum málum en það má ekki gleymast að flest allir sem fara í meðferð vegna fíkniefnavanda byrjuðu á sínum tíma að drekka bjór. Það byrja fæstir á því að stinga nálinni í handlegginn. Við getum alltaf reynt og það skulum við gera. Þó að það sé ekki endilega sannað að klukkustund á dag með börnunum okkar geri gæfumuninn eða að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl ævilangt, þá skulum við samt ekki hætta að reyna. Höfundur er formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Áramótin eru einn besti tími ársins. Þegar gamla árið er að klárast og það nýja tekur við. Maður byrjar einhvern veginn á nýrri byrjun við hver áramót. Á þessu ári ætla ég að vera betri manneskja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, vinna heimavinnuna mína betur og síðast en ekki síst fara í heilsuátak til að komast í kjólinn fyrir næstu áramót sem ég komst ekki í í ár. Það að vera umvafinn fólkinu sem maður elskar á slíkum tímamótum er ómetanlegt. Að rifja upp liðna árið og fá áminningar um að heilsuátaksheitið sem ég strengdi síðustu áramót hafi ekki farið sem skyldi. Maður rennir ósjálfrátt huganum að þeim sem eru ekki jafnheppnir. Þeim sem eiga engan að og hafa engan sérstakan samastað yfir hátíðirnar. Það eru fleiri en mann grunar. Margir einstaklingar hafa brennt allar brýr að baki sér með þeim fylgidjöflum sem elta þá sem eru langt leiddir í fíkniefnaneyslu. Bara núna annan í jólum heyrði ég af ungmennum sem höfðu brotist inn á jóladag í verslun hér í bæ. Það fylgdi nú ekki sögunni hvort þeir einstaklingar hafi verið í einhvers konar vímuefnanotkun en bara það að heyra af þessu var nóg til að leiða hugann að öllum þeim fjölda innbrota og líkamsárása sem maður hefur heyrt um og hafa verið tengd fíkniefnaneyslu. En að hugsa sér að fá fregnir af því að barnið manns hafi tekið þátt í innbroti og það á sjálfan jóladag. Það getur ekki verið góð lífsreynsla. Þessir einstaklingar hafa þó að öllum líkindum ekki setið inni nema eina nótt og reynslan hefur sýnt að margir hverjir fara jafnvel í annað innbrot kvöldið sem þeim er sleppt. Auðvitað kennir neyðin naktri konu að spinna, eins og einhvers staðar var sagt, og ég trúi ekki öðru en að einstaklingar sem gera svona lagað séu að gera það í tómri örvæntingu og örvinglun. Ef það að ræna verslun er fýsilegur kostur þá hlýtur hinn kosturinn að vera verri eða einfaldlega ekki til staðar. Við þurfum að hlú betur að ungmennum okkar. Við þurfum einhvern veginn að koma í veg fyrir það að þjófnaðir séu kostur til að byrja með og það hljótum við að gera með því að útrýma vímuefnaneyslu ungmenna. Ómögulegt, hugsar einhver. En þó ekki ógerlegt. Við megum ekki gleyma né vanmeta þá undirstöðuþætti sem við höfum. Það er enn ólöglegt að drekka áfengi ef þú ert yngri en 20 ára, það er enn ólöglegt að vera með áfengi á almannafæri og við höfum útivistarreglurnar. Þetta eru dæmi um lög og reglur sem eru til staðar en virðast gleymast en mega það einmitt ekki. Mörgum finnst þarna ekki verið að taka á það alvarlegum málum en það má ekki gleymast að flest allir sem fara í meðferð vegna fíkniefnavanda byrjuðu á sínum tíma að drekka bjór. Það byrja fæstir á því að stinga nálinni í handlegginn. Við getum alltaf reynt og það skulum við gera. Þó að það sé ekki endilega sannað að klukkustund á dag með börnunum okkar geri gæfumuninn eða að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl ævilangt, þá skulum við samt ekki hætta að reyna. Höfundur er formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar