Innlent

Vel mætt á kertafleytingu

MYND/Örlygur Hnefill

Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Stefán Pálsson, formaður Samtaka íslenskra herstöðvarandstæðinga, segist ánægður með mætinguna. Hann giskar á í fljótu bragði að um 2000 manns hafi lagt leið sína niður að Tjörninni til að taka þátt í minningarathöfninni.

Stefán segir að athöfnin hafi verið haldin á Tjörninni allar götur síðan 1985, þegar 40 ár voru liðin frá árásunum. Stefán var tíu ára þegar hann mætti í fyrstu athöfnina og hann segist ávallt hafa mætt þegar hann hefur átt þess kost. „Ætli þau séu ekki tvö eða þrjú skiptin sem ég hef forfallast," segir Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×