Lífið

Jennifer Lopez vinnur mál gegn fyrsta eiginmanni sínum

J-Lo og Noa
J-Lo og Noa MYND/Gettyimages

Jennifer Lopez hefur unnið mál gegn fyrsta eiginmanni sínum Ojani Noa sem kemur í veg fyrir útgáfu hans á bókinni "J.Lo and Me" sem fjallar um samband þeirra og meint framhjáhöld hennar.

Jennifer hefur haldið því fram að með bókinni sé Noa að rjúfa skilnaðarsáttmála þeirra þar sem blátt bann var lagt við því að Noa ljóstraði upp einhverju um samband þeirra. Með samkomulaginu féllst Noa á að láta engin niðrandi né neikvæð ummæli falla um leik- og söngkonuna. Noa hefur verið gert að skila inn öllum gögnum sem tengjast vinnslu bókarinnar.

Lopez giftist Noa árið 1997 en þau skildu 11 mánuðum síðar. Lopez hefur eftir það gengi tvisvar upp að altarinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.