Lífið

Forræðisdeila milli Spears og Federline í uppsiglingu

Hjónakornin fyrrverandi
Hjónakornin fyrrverandi MYND/AP

Lögmaður Kevins Federline hefur nú farið fram á það fyrir hans hönd að hann fái aukið forræði yfir sonum sínum tveimur sem hann á með Britney Spears.

Sem stendur deila þau forræðinu jafnt á milli sín en Federline hefur undanfarnar vikur hótað því að fara fram á aukið forræði vegna hegðunar söngkonunnar sem hann er ósáttur við.

Talið er að með þessu sé Federline að lýsa yfir stríði og að hörð forræðisdeila sé í vændum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.