Við komum hingað fyrst! 8. júlí 2007 06:00 Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar