Innlent

Skemma brann í Garðabæ

Eldur kom upp í skemmu í Ránargrund í Garðabæ rétt eftir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið hefur náð að slökkva eldinn og verið er að slá á glæðurnar. Um er að ræða bátageymslu sem mun vera í eigu Garðabæjar og hefur hún staðið ónotuð um nokkurn tíma.

Tilkynnt var um eldinn klukkan 23:02 og var slökkviliðið komíð á staðinn þremur mínútum síðar. Vek gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×