Innlent

Fullt út úr dyrum í Salnum

MYND/GVA

Fundur í Salnum í Kópavogi, sem íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi standa fyrir, er nú í fullum gangi. Gríðarlega góð mæting er á fundinum en um 400 manns hafa lagt leið sína í Salinn í kvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis er stemmningin góð á meðal fundarmanna og mikill hugur í fólki. Gunnar Birgisson bæjarstjóri var á meðal frummælanda og í máli hans kom fram að yfirvöld hyggðust kalla eftir auknu samráði við íbúa hverfisins þegar kæmi að því að taka ákvörðun um þær skipulagsbreytingar sem viðraðar hafa verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×