Lífið

Jón og Eyvi með Cabaret í Kína

Jón og Hildur Vala skoðuðu sig um í Kína
Jón og Hildur Vala skoðuðu sig um í Kína MYND/365

Þeir Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson fóru um helgina ásamt fríðu föruneyti til Qingdau í Kína þar sem haldið var upp á kaup Eimskipa á 60% hlut í kínverska gámageymslufyrirtækinu Luyi Depot.

Jón og Eyvi stóðu fyrir skemmtidagskrá á föstudagskvöldinu fyrir starfsmenn Eimskipa og helstu viðskiptavini. „Þetta var eins og fín starfsmannaárshátíð," segir Jón. „Fólk kom á óvart og lagði okkur Eyva lið. Til dæmis frumflutti starfsmaður á Dalvík lag í anda Sigur Rósar og Jón Ásbergsson, formaður Útflutningsráðs, steig á stokk. Þetta var hinn besti Cabarett." Hildur Vala sem var með Jóni í för tók einnig lagið.

Jón hafði aldrei komið til Kína og þótti honum frábært að fá tækifæri til að skreppa þangað í helgarferð. „Ég var svolítið ruglaður út af tímamismuninum en fékk þó nasasjón af borginni. Hún er frekar vestræn og margmennið vakti athygli. Það eru um það bil fimm manns í hverri stöðu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.