Lífið

Jolie hittir föður sinn á laun

Feðginin saman á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars 2001
Feðginin saman á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars 2001 MYND/Getty

Leikarinn Jon Voight sást koma skælbrosandi út af Waldorf Astoria hótelinu í New York á sunnudag en þar dvöldu einnig Angelina Jolie, dóttir hans og sambýlismaður hennar Brad Pitt. Það bendir til þess að þau feðginin hafi náð sáttum en þau hafa ekki talast við síðan Jolie og Billy Bob Thornton skildu árið 2002.

Jolie varð ævareið út í föður sinn eftir að hann talaði opinberlega um meint geðræn vandamál hennar stuttu eftir skilnaðinn. „Ég hef í gegnum tíðina reynt að ræða við hana um þau geðrænu vandamál sem hún ræðir svo opinskátt um við fjölmiðla, en án árangurs," sagði Voight í samtali við Access Hollywood og féllu þau ummæli ekki í kramið hjá dóttur hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.