Saka Kaupás um aðför að prentfrelsi til að hlífa bæjarstjóra Kópavogs Höskuldur Kári Schram skrifar 1. júní 2007 09:39 Forráðamenn Kaupáss, rekstrarfélags Nóatúns, Krónunnar og 11-11, hafa tekið tímaritið Ísafold úr sölu í öllum verslunum fyrirtækisins. Ábyrgðarmaður tímaritsins telur aðgerðir Kaupáss tengjast umfjöllun blaðsins um Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Lögfræðingar Birtíngs, útgáfufélags Ísafoldar, fara nú yfir málið en að sögn framkvæmdstjóra Birtíngs um er um skýrt samningsbrot af hálfu Kaupáss að ræða. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir aðgerðirnar ekki tengjast umföllun Ísafoldar. „Það er verið að reyna hindra að við komum okkar efni á framfæri," sagði Reynir Traustason, ábyrgðamaður tímaritsins Ísafoldar, í samtali við Vísi. „Þetta er mjög alvarlegt mál og snýst um prentfrelsi og siðferði í viðskiptum." Í tilkynningu frá ritstjóra og ábyrgðarmanns Ísafoldar kemur fram að forráðamenn Kaupáss hafi af óútskýrðum ástæðum tekið tímaritið úr sölu. Þar segir einnig að áhrifamenn hafi ítrekað með þrýstingi reynt að stöðva útgáfu nýjasta tölublaðs Ísafoldar vegna umfjöllunar um mansal í Kópavogi og aðkomu Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að næturklúbbnum Goldfinger. Reynir segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að beita ritstjórn þrýsting til að draga umfjöllunina til baka. „Það var reynt að þrýsta á stjórnarformann Birtíngs til að hafa áhrif á ritstjórn. Þegar það gekk ekki þá beitir stærsta fyrirtækið í Kópavogi þessum bolabrögðum." Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, sagði í samtali við Vísi um skýrt samningsbrot af hálfu Kaupáss að ræða. Hún segir lögfræðinga útgáfufyrirtækisins verið með málið til skoðunar. „Við hörmum þessar aðgerðir og teljum um skýrt samingsbrot að ræða. Lögfræðingar okkar eru að vinna í málinu." Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, sagði í samtali við Vísi ákvörðun fyrirtækisins um að taka tímaritið úr sölu ekki tengjast umfjöllun þess. Kaupás hafi fyrir löngu ákveðið að selja ekki Ísafold í sínum verslunum. „Þeir mega halda það sem þeir vilja en þetta tengist ekki umfjöllun tímaritsins." Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Forráðamenn Kaupáss, rekstrarfélags Nóatúns, Krónunnar og 11-11, hafa tekið tímaritið Ísafold úr sölu í öllum verslunum fyrirtækisins. Ábyrgðarmaður tímaritsins telur aðgerðir Kaupáss tengjast umfjöllun blaðsins um Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Lögfræðingar Birtíngs, útgáfufélags Ísafoldar, fara nú yfir málið en að sögn framkvæmdstjóra Birtíngs um er um skýrt samningsbrot af hálfu Kaupáss að ræða. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir aðgerðirnar ekki tengjast umföllun Ísafoldar. „Það er verið að reyna hindra að við komum okkar efni á framfæri," sagði Reynir Traustason, ábyrgðamaður tímaritsins Ísafoldar, í samtali við Vísi. „Þetta er mjög alvarlegt mál og snýst um prentfrelsi og siðferði í viðskiptum." Í tilkynningu frá ritstjóra og ábyrgðarmanns Ísafoldar kemur fram að forráðamenn Kaupáss hafi af óútskýrðum ástæðum tekið tímaritið úr sölu. Þar segir einnig að áhrifamenn hafi ítrekað með þrýstingi reynt að stöðva útgáfu nýjasta tölublaðs Ísafoldar vegna umfjöllunar um mansal í Kópavogi og aðkomu Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að næturklúbbnum Goldfinger. Reynir segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að beita ritstjórn þrýsting til að draga umfjöllunina til baka. „Það var reynt að þrýsta á stjórnarformann Birtíngs til að hafa áhrif á ritstjórn. Þegar það gekk ekki þá beitir stærsta fyrirtækið í Kópavogi þessum bolabrögðum." Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, sagði í samtali við Vísi um skýrt samningsbrot af hálfu Kaupáss að ræða. Hún segir lögfræðinga útgáfufyrirtækisins verið með málið til skoðunar. „Við hörmum þessar aðgerðir og teljum um skýrt samingsbrot að ræða. Lögfræðingar okkar eru að vinna í málinu." Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, sagði í samtali við Vísi ákvörðun fyrirtækisins um að taka tímaritið úr sölu ekki tengjast umfjöllun þess. Kaupás hafi fyrir löngu ákveðið að selja ekki Ísafold í sínum verslunum. „Þeir mega halda það sem þeir vilja en þetta tengist ekki umfjöllun tímaritsins."
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira